Gunnar Birnir Jónsson Íslandsmeistari 2018

Gunnar Birnir Jónsson Íslandsmeistari 2018

1214
Deila
Gunnar Birnir Jónsson Íslandsmeistari í kotru 2018

Gunnar Birnir Jónsson varði Íslandsmeistaratitilinn sinn í kotru eftir hörkueinvígi við Kjartan Ingvarsson, lokatölur 21-18 Gunnari í vil. Líklega hefur það aldrei gerst í sögu Íslenskrar kotru, að sami einstaklingur vinni Íslandsmeistaratitilinn tvisvar, hvað þá tvö ár í röð. en Gunnar vann mótið einnig í fyrra. Gunnar spilaði heilt yfir af miklu öryggi og var afar einbeittur alla helgina. Það skilaði sér og Gunnar er vel að titlinum kominn. Kotrusamband Íslands óskar Gunnari innilega til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn í kotru.

Gunnar Birnir Jónsson “Tvöfaldur Íslandsmeistari 2017 og 2018”