Gunnar Birnir Bikarmeistari 2016

Gunnar Birnir Bikarmeistari 2016

1513
Deila
Gunnar Birnir Jónsson

Bikarkeppnin, sem venjulega er háð á milli jóla og nýárs, frestaðist um örfáa daga og fór fram í gærkvöld. Alls mættu sautján spilarar frá 5 þjóðlöndum, tveir tyrkir, einn dani, einn grikki, einn frá bandaríkjunum og svo að sjálfsögðu íslendingar. Sem sagt ákaflega alþjóðlegur blær yfir bikarkeppninni á Stofunni. Keppt var eftir double elimination/second chance kerfinu, sem virkar þannig að keppandi er úr leik eftir tvö töp, hins vegar við fyrsta tap þá fer keppandi í svo kallað second chance mót. Þetta fyrirkomulag virðist henta frábærlega fyrir bikarkeppnina, enda er bikarkeppnin í eðli sínu útsláttarkeppni. Gunnar Birnir Jónsson, bikarmeistarinn frá 2015 tók fram spariteningana og sýndi allar sínar bestu hliðar. Gunnar sigraði sína andstæðinga nokkuð örugglega. Er þetta líklega í fyrsta sinn sem keppandi ver titil sinn á stórmóti að ári, en þrjú mót flokkast undir stórmót á kotruárinu þ.e. Bikarkeppnin, Íslandsmótið og Deildarkeppnin. Kotrusambandið óskar Gunnari innilega til hamingju með titilinn. Fjalarr Páll og Murad deildu sigrinum í second chance mótinu. Bikarkeppnin er tileinkuð minningu okkar góða vinar Jorge Rodríguez Fonseca, sem var einn fremsti kotruspilari Íslands. Keppt er um „Fonseca-farandbikarinn“

Þess ber að geta svona í lokin að Jorge Fonseca vann Íslandsmótið allavega tvö ár í röð, en hann fékk aldrei Íslandsmeistaratitilinn vegna þess að hann var titlaður spánverji, þó hann hafi auðvitað verið íslendingur í sínu hjarta.

Úrslitaleikurinn 2016 Murad vs. Gunnar Birnir
Murad (Turkey) Gunnnar Birnir (Iceland)
Róbert Lagerman (USA) og Kristina Daisy Rácz (Danmark)
Kristina Daisy Rácz og Murad
Gunnar Birnir Jónsson Bikarmeistari 2015 og 2016
„Hjónaslagur“ Fjalarr Páll og Alda Dröfn, betri helmingurinn vann 🙂 Gísli Hrafnkelsson fyrrverandi „einvaldur“ fylgist grannt með…
Jorge Fonseca