Gunnar Birnir Bikarmeistari 2015

Gunnar Birnir Bikarmeistari 2015

1233
Deila

Mjög vel mannað Bikarmeistaramót Kotrusambands Íslands fór fram í gærkvöld á Stofunni. Spilað var með útsláttarfyrirkomulagi, en þeir keppendur sem höfðu tapað einum leik fóru í sérstaka second chance keppni, tvö töp þýddi að keppandi var úr leik. Eftir miklar sviptingar stóð Gunnar Birnir Jónsson uppi sem verðskuldaður Bikarmeistari. Hann sigraði Arnór Gauta í úrslitaleik 7-4. Arnór Gauti fór þá beint í úrslitaleik second chance mótsins, en þar tapaði hann fyrir Stefáni Frey Guðmundssyni 2-5. Bæði Gunnar og Stefán, tryggðu sér einnig sæti í 12 manna lokaúrslit Íslandsmótsins 2016. Litríkt kotruár er að baki, en árið 2015, mun verða gert upp í máli og myndum fljótlega á næsta ári. Kotrusambandið óskar öllum kotruunnendum gleðilegs árs.