Guðmundur Sveinsson

Guðmundur Sveinsson

4249
Deila
Guðmundur Gestur Sveinsson

Guðmundur „Vélin“ Sveinsson er deildarmeistari 2014-15.

Þetta fór nátturulega eins og við var að búast, það kom bara einn sigurvegari til greina

sagði Guðmundur í stuttu viðtali við blaðamann Kotrusambandsins eftir að deildarmeistara-titillinn var í höfn. En svo bætti Guðmundur við:

Að öllu gamni slepptu, þá gekk bókstaflega allt upp hjá mér í þessu móti, enda vinningshlutfallið einkar glæsilegt 91.67% aðeins eitt tap og það var innan fjölskyldunnar

bætti Guðmundur við sposkur á svip.

vélinNæstu verkefni Guðmundar á kotruvellinum eru Íslandsmótið í júní-mánuði, Evrópumótið í september-mánuði í Budapest og að sjálfsögðu stífar landsliðsæfingar í sumar, en Guðmundur hefur verið valinn í kotru-landsliðið.

Guðmundur hefur gælunafnið „Vélin“ í kotrunni, og ef vélin er í gangi þá mega andstæðingarnir fara passa sig, en Guðmundur gleymir stundum að ræsa vélina, en það er nú önnur saga.

Kotrusambandið óskar Guðmundi innilega til hamingju með deildarmeistaratitillinn, vel að verki staðið Guðmundur.

Önnur úrslit, mótstöflur og annar fróðleikur varðandi Deildarkeppnina 2014-15 má nálgast hér að neðan…….