Guðmundur og Gunnar VIKING-KOTRU meistarar

Guðmundur og Gunnar VIKING-KOTRU meistarar

2898
Deila

Viking-kotra (áður Carlsberg-kotra) er ávallt haldið einu sinni í mánuði. Í febrúar sigraði Guðmundur Gestur Sveinsson mjög örugglega, hann telst því vera “Febrúar-Viking”

Guðmundur Gestur Sveinsson
Guðmundur Gestur Sveinsson

Sl. laugardag sigraði bikarmeistarinn Gunnar Birnir Jónsson, eftir mikla dramatík, hann er réttnefndur “Mars-Viking”

Gunnar Birnir "Mars-Viking"
Gunnar Birnir “Mars-Viking”

Kotrusambandið hefur undanfarið fengið ábendingar um að breyta dagsetningum á “VIKING-KOTRU” en mótin hafa ávallt verið fyrsta laugardag hvers mánaðar. Mun K.Í. vera að skoða aðrar dagsetningar fyrir apríl-mánuð. Svo fylgist vel með mótaáætlun Kotrusambandsins. Næsta stórmót verður haldið í Hörpunni þann 14.mars, tilkynning um mótið mun koma á facebook-síðu félagsins innan 24 klukkustunda.