Deila
Íslandsmeistarinn 2016 Guðmundur Gestur Sveinsson

Íslandsmótið í kotru lauk nú um helgina. Spilað var bæði í karla og kvennflokki. Guðmundur Gestur Sveinsson

sigraði í karlaflokknum, en karlaflokkurinn var opinn flokkur fyrir bæði kynin. Ein kona, Alda Dröfn Guðbjörnsdóttir, komst alla leið í 12 manna úrslit. Katrín Guðmundsdóttir varð síðan Íslandsmeistari kvenna.

Íslandsmeistari kvenna 2016, Katrín Guðmundsdóttir.
Íslandsmeistari kvenna 2016, Katrín Guðmundsdóttir.
Íslandsmeistarinn 2016 Guðmundur Gestur Sveinsson
Íslandsmeistarinn 2016 Guðmundur Gestur Sveinsson

Átta manna útsláttarkeppnin hófst á laugardeginum og strax þá urðu mjög óvænt úrslit. Íslandsmeistarinn 2015 Róbert Lagerman, Bikarmeistarinn Gunnar Birnir Jónsson, og Deildarmeistarinn Fjalarr Páll Mánason féllu allir úr keppni. Guðmundur og Jóhann Arnar Jóhannsson spiluðu svo mjög spennandi leik í úrslitunum. Jóhann Arnar var lengi vel með forystuna, en á lokametrunum seiglaðist Guðmundur fram úr og vann að lokum 21-20, tæpara gat það ekki orðið. Blaðamaður tók örstutt viðtal við nýkrýndan Íslandsmeistara strax að móti loknu. Guðmundur komst inn í 12 manna úrslit sem fyrsti varamaður, vegna forfalla eins keppanda. Aðspurður hvort það setti einhvern skugga á titilinn. Guðmundur var fljótur til svars „Einhver veginn varð ég að komast inn í úrslitin, því í loka- partyinu átti ég klárlega heima“ Guðmundur er einstaklega fjölhæfur maður, og hefur orðið Íslandsmeistari í mörgum keppnisgreinum, og liggur því beinast að spyrja, Hvað næst? Ertu ekki búinn að vinna allt? Guðmundur setur upp sigurbrosið og bætir við að næst á dagskrá sé Evróputitillinn, en í október mánuði mun Guðmundur spila á Evrópumótinu í kotru í Danmörku. Nýr Íslandsmeistari hvetur allt kotruáhugafólk að mæta á viðburði Kotrusambandsins, þvi kotra sé stórskemmtilegt spil, einhverskonar samblanda af útsjónarsemi, líkindum,  kryddað með smá heppni. Eitthvað að lokum Íslandsmeistari? „Til að vinna, verður maður fyrst að láta sig dreyma um að vinna og svo náttúrulega að framkvæma það“ Kotrusamband Íslands óskar Guðmundi og Katrínu innilega til hamingju með Íslandsmeistaratitlana, og hvetur allt kotruáhugafólk að fylgjast vel með mótaáætlun K.Í. því nóg verður um að vera á kotruvellinum næsta vetur. Gleðilegt sólríkt kotrusumar.IMG_5044 IMG_5045 IMG_5046 IMG_5047 IMG_5048 IMG_5060 IMG_5064