„Gríski guðinn“ sópaði öllum út í horn.

„Gríski guðinn“ sópaði öllum út í horn.

1003
Deila
Adonis Karaolanis "November-winner"

Á fyrsta „skemmtikvöldi“ vetrarins mættu m.a.  fjórir fyrrverandi Íslandsmeistarar, núverandi Íslandsmeistari, Bikarmeistarinn og fjórir landsliðsmenn. En gríski guðinn Adonis Karaolanis, blés á þá alla og sigraði örugglega á fyrsta skemmtimótinu. Skemmtimótin munu ávallt vera í upphafi hvers mánaðar í vetur, og munu flakka um bari og kaffihús Reykjarvíkurborgar. Skemmtikvöldin eru á léttari nótunum og eru tilvalin  fyrir nýliða. Fersk og fullhönnuð mótadagsskrá er væntanleg á allra næstu dögum, svo endilega fylgist vel með, spennandi vetur framundan í kotrunni, því getum við lofað.

Pin your tournament
Pin your tournament