“Gríski guðinn” Adonis sigraði

“Gríski guðinn” Adonis sigraði

1455
Deila
Adonis Karaolanis "November-winner"

“VIKING-KOTRA” aprílmánaðar fór fram í gær 9.apríl. Spilað var eftir nýju og hressandi fyrirkomulagi… Keppendur féllu úr leik eftir þrjú töp, og dregið var af handahófi í hverja umferð, leikirnir voru ávallt upp í þrjú stig. Mótið var mjög vel mannað, en m.a. þátttakenda voru Íslandsmeistarinn, Bikarmeistarinn, Deildarmeistarinn og fyrrverandi Íslandsmeistari.

Adonis Karaolanis "Apríl-Viking"
Adonis Karaolanis “Apríl-Viking”

Adonis Karaolanis horfði framhjá hjá öllum titlum og sigraði Íslandsmeistarann Róbert Lagerman í úrslitarimmu um titilinn “Apríl-Viking” eftir harða keppni. Adonis er grískur að uppruna, en fluttist til Íslands ungur að árum og stofnaði fjölskyldu hérna með íslenskri konu. Í stuttu viðtali við blaðamann Kotrusambandsins tjáði Adonis okkur að kotra væri geysivinsæl á Grikklandi meðal almennings, og myndast oft skemmtileg stemmning á kaffihúsum á Grikklandi þegar kotra er spiluð, en þar í landi er kotra stundum kölluð “Tavli” Sumir vilja ganga svo langt og kalla Grikkland “Mekka” kotrunnar.

Gríski guðinn "Adonis"
Gríski guðinn “Adonis”

Á döfinni hjá  K.Í. í apríl-mánuði, eru tvö stór mót, annað er “Satellitemótið” en tvö efstu sætin þar gefa  þátttökurétt á sjálfu Íslandsmótinu, og svo er “Stofu-kotra” mót á léttu nótunum. Bæði þessi mót verða auglýst í mótadagskrá Kotrusambandsins mjög fljótlega, svo fylgist vel með og missið ekki af spennandi mótum. Kotrusambandið óskar “Gríska guðinum” og “Íslenska víkingnum” Adonis innilega til hamingu með titilinn “Apríl-Víking”