Góður laugardagur í Budapest

Góður laugardagur í Budapest

1389
Deila

Íslenska landsliðið stóð sig með miklum sóma í dag á EM í Budapest. Dagurinn byrjaði á sigri gegn Rúmeníu 3-1. Svo kom ósigur á móti Austurríki 1-3, þar sem úrslitin réðust í síðasta kastinu, þar var landinn grátlega nærri jafntefli. Dagurinn endaði svo á sætum sigri á Bretlandi 3-1. Á morgun eru frændur okkar Norðmenn á matseðlinum, en þá fer fram síðasta umferðin á Evrópumótinu. Danir og Ítalir tróna nú á toppnum og eru alveg hnífjafnir. Spennandi dagur framundan í Budapest. Fréttaritari kotrusambandsins mun færa ykkur glóðvolgar fréttir af úrslitum á morgun um leið og þær berast…. Stórt kotru-knús til landans, ÁFRAM ÍSLAND.