Gísli „EINVALDUR“

Gísli „EINVALDUR“

1578
Deila
Gísl Hrafnkelsson
Gísli Janúarmeistari "Hlemmur Square-mótaraðarinnar"

Nýr landsliðseinvaldur Kotrusambands Íslands hefur verið ráðinn. Hann heitir Gísli Hrafnkelsson. Gísli er einn af okkar fremstu kotruspilurum. Hann varð m.a. Íslandsmeistari árið 2011. Gísli er  fagmaður fram í fingurgóma, og er hann mikill fengur fyrir  Íslenska landsliðshópinn. Stærsta verkefni Íslenska landsliðsins er án efa Evrópumótið í kotru 2016, en það verður háð í Kaupmannahöfn. Landsliðs- og úrvalsæfingar munu hefjast hjá nýja „Einvaldinum“ í byrjun næsta árs. Kotrusambandið óskar Gísla velfarnaðar í sínu nýja embætti. Gísli tekur við af Róbert Lagerman.