Fyrsta mót tímabilsins: Kotruréttir.

Fyrsta mót tímabilsins: Kotruréttir.

983
Deila
Höfðatorg

Kotrusamband Íslands stendur nú að smölun kotruspilara landsins. Göngur hafa staðið yfir í töluverðan tíma en fyrstu réttir haustsins verða haldnar á Höfðatorgi (Íslenska Kaffistofan) miðvikudaginn 5. október klukkan 18:00. Við hvetjum alla sem vettlingi geta valdið til að mæta og láta teningana rúlla. Leikið verður upp í 5 og keppendur detta úr leik við annað tap. Þátttökugjöld eru 2000 krónur.