Fyrsta Carlsberg mótið.

Fyrsta Carlsberg mótið.

2210
Deila

Fyrsta Carlsberg mót tímabilsins fór fram laugardaginn 1. nóvember. Vel var mætt, 12 keppendur, þar af tveir nýliðar. Það voru þeir Hjalti Magnússon og Jóhannes Zoega og bjóðum við þá hjartanlega velkomna inn í undraveröld kotrunnar. Ekki var frumraun Hjalta amaleg en hann komst alla leið í úrslitaleikinn og var ekki stöðvaður fyrr en hann mætti fyrrverandi Íslandsmeistaranum, Gunnari Gunnarssyni. Fyrirkomulagið var einfaldur útsláttur og leikið upp í 7. Í þriðja sæti var Stefán Freyr Guðmundsson. Aðrir keppendur voru: Gísli Hrafnkelsson, Fjalarr Páll Mánason, Bjarni Freyr Kristjánsson, Kjartan Ásmundsson, Eggert Jóhannesson, Hafliði Kristjánsson, Gunnar Birnir Jónsson og Daníel Már Sigurðsson.

Jafnframt var dagskrá vetrarins kynnt. Þar ber hæst að mánudagar verða okkar helstu spiladagar utan að fyrsta laugardag hvers mánaðar verður Carlsberg mót með styttra fyrirkomulagi og léttara yfirbragði. Næsta mánudag er svonefnt MánudagsRIO. Þá spilum við á RIO sportbar, Hverfisgötu 46, mót sem gefur sigurvegara sæti í A-úrslitum næsta Íslandsmóts – sjá nánar http://kotra.is/event/manudags-rio/?instance_id=18. Mánudaginn 24. nóvember hefst síðan stærsta mót vetrarins, Deildin. Þar verður leikið upp í 21, allir við alla – meira um það síðar.

Hjalti Magnússon
Hjalti Magnússon