Fundargerð aðalfundar Kotrusamband Íslands 2014

Fundargerð aðalfundar Kotrusamband Íslands 2014

2050
Deila

IMG_3963

IMG_3964

IMG_3965

IMG_3966

IMG_3968

Aðalfundur Kotrusambands Íslands 18.október 2014. Kl. 16.00
1) Forsetinn setur fundinn, Stefán Freyr Guðmundsson kosinn fundarstjóri og Róbert Lagerman kosinn fundarritari, þeir taka þegar til starfa.
2) Fundargerð síðasta aðalfundar lesin upp, samþykkt.
3) Kjörbréf. Allir sem sitja fundinn hafa atkvæðisrétt.
4) Forseti flytur skýrslu stjórnar. Þar bar hæst Íslandsmótið í kotru, ferð á Nordic open í Kaupmannahöfn, og Evrópumótið í Króatíu.
5) Reikningar. Gísli fráfarandi gjalkeri gerir grein fyrir reikningum félagsins.
6) Reikningar félagsins samþykktir einróma, umræður störf stjórnar færð í lið 12. Undir liðnum önnur mál, að tillögu fundarstjóra, samþykkt.
7) Inntaka nýrra félaga. Engin ný félög stofnuð á árinu.
8) Fjárhagsáætlun. Samþykkt að hafa engin árgjöld að sinni. Ákveðið að leggjast í fjáröflun fyrir Kotrusambandið, þar gæti heimasíðan www.kotra.is orðið að gagni. Aðildargjald hjá Evrópusambandinu munu vera 300 evrur. Kotrusambandið mun fá að lágmarki kr.500 af keppnisgjöldum móta á tímabilinu. Samþykkt samhljóma.
9) Kosning stjórnar. Stefán leggur til að Bjarni Freyr Kristjánsson, verði endurkjörinn forseti sambandsins, Bjarni endurkjörinn með dúndrandi lófaklappi. Aðrir í stjórn eru Ingi Tandri Traustason varaforseti, Stefán gjaldkeri, Róbert aðalritari og fjölmiðlafulltrúi, Aron Ingi Óskarsson meðstjórnandi. Í varastjórn eru Fjalarr Páll Mánason 1.varamaður og Gunnar Birnir Jónsson 2.varamaður.
10) Í dómstól Kotrusambandsins eru Stefán, Bjarni Hólmar Einarsson og Gísli Hrafnkelsson. Varamenn eru Róbert, Gunnar Gunnarsson og Guðmundur Sveinsson. Verkefni dómstóls er líka að yfirfara og endurskoða keppnislög og reglur Kotru með hliðsjón af alþóðalögum og reglum.
11) Engar lagabreytingar komu fram, dómstóll K.Í. mun yfirfara keppnisreglur sjá lið 10.

12) Önnur mál. a) Búnaður, forseta falið að ræða við styrktaraðila varðandi kaup á kotrusettum. Einnig er stjórn K.Í. falið að ræða við Kaffihús og bari um kaup á kotrusettum, og getur Kotrusambandið aðstoðað þess aðila við slík kaup, og skipulagningu kotrumóta. Lagt til að ræða við spilavini í tengslum við kotrusett. b) Mótadagskrá rædd ítarlega. Lagt til að hafa regluleg Mánudagsmót ( 1-2 í mánuði ) Carlsberg-mótaröð ( mánaðarlega) Íslandsmótið ( ávallt í maí-júní-mánuði ár hvert) Bikarmótið ( árlegt ) Jólamót ( milli jóla og nýárs) Sumarmót ( t.d. Sveinstaðir-open ) Lengri stigamót ( leikir upp í 21 lámark ) Mótanefnd falið að koma með tillögur að mótadagskrá. c) Húsnæði. Sem stendur er Kotrusambandið húsnæðislaust, stjórninni falið að koma með lausnir á þessu vandamáli. d) Nefndir. Stiganefnd Gísli Hrafnkelsson til vara Aron Ingi. Mótanefnd Stefán og Róbert, til vara Gunnar Gunnarsson. Heimasíða Róbert Lagerman, til vara allir stjórnarmenn. Fjölmiðlanefnd Róbert Lagerman til vara Bjarni Freyr. e) Landsliðsmál. Róbert stakk upp á Stefáni Frey Guðmundssyni sem landsliðseinvald, samþykkt samhljóða.

Fundi slitið 18.07. Róbert Lagerman aðalritari.