Forsetaparið sigraði.

Forsetaparið sigraði.

2085
Deila
Forsetaparið

Fyrsta parakeppni K.Í. fór fram í gærkvöldi. Mótið var vel  mannað, og tóku fimm pör þátt í mótinu. Dregið var í pör á mótsstað. Pörin voru þannig skipuð, Guðmundur og Bjarni, Róbert og Gísli, Gunnar og Fjalarr, Alda og Hafliði, Þráinn og Skapti. Forsetaparið “Bjarni Freyr og Guðmundur Gestur” tóku snemma forystu og létu hana aldrei af hendi og unnu nokkuð verðskuldaðan sigur, þó þeir hafi nú ekki alltaf verið sammála. Parakeppni er skemmtileg útgáfa af kotruspilinu, og mun án efa verða fleiri paramót í nánustu framtíð. Spilað var í glæsilegum húskynnum B47 Hostel, eðalmaðurinn Skapti Þorsteinsson, hæstráðandi á Hostel B47, bauð Kotrusambandinu hátíðarsalinn undir mótið. Skapti hafði á orði, að fleiri kotrumót myndu fylgja í kjölfarið á Hostel B47.

Hostel B47
Hostel B47