FJALARR PÁLL ÍSLANDS­MEIST­ARI Í KOTRU 2013

FJALARR PÁLL ÍSLANDS­MEIST­ARI Í KOTRU 2013

827
Deila

Fjalarr Páll Mána­son varð í gær­kvöldi Íslands­meist­ari í kotru eft­ir jafn­an og spenn­andi úr­slita­leik við Daní­el Má Sig­urðsson. Þó var það gesta­kepp­and­inn Jor­ge Fon­seca sem sigraði nokkuð ör­ugg­lega í mót­inu.

Mótið hófst með und­an­rás­um á fimmtu­dag þar sem sjö kepp­end­ur komust áfram og var Fjall­arr einn þeirra en þetta er hans fyrsta op­in­bera mót. Tólf manna úr­slit hóf­ust á laug­ar­dag­inn eft­ir að þeir fimm kepp­end­ur sem áður höfðu tryggt sér þátt­töku­rétt bætt­ust í hóp­inn.

Á laug­ar­deg­in­um voru spilaðir stutt­ir leik­ir upp í fimm, all­ir við alla. Að þeirri keppni lok­inni stóðu Daní­el, Jor­ge og Fjalarr best að vígi ásamt Hrann­ari Jóns­syni, Íslands­meist­ara árið 2012. Í gær, sunnu­dag, var loks bar­ist til þraut­ar í lengri leikj­um sem endaði með Íslands­meist­ara­titli Fjalarrs.

Að laun­um verður Fjalarr styrkt­ur af Kotru­sam­bandi Íslands til að verða full­trúi Íslands á Opna Norður­landa­mót­inu í kotru sem fer fram í Kaup­manna­höfn næstu páska.