Fjalarr Páll Deildarmeistari 2016

Fjalarr Páll Deildarmeistari 2016

1549
Deila
The hurricane

Deildarkeppninni lauk í dag. Til úrslita spiluðu „Fellibylurinn“ Fjalarr Páll Mánason og „Gríski Guðinn“ Adonis Karaolanis. Æsispennandi viðureign þeirra lauk með sigri Fjalarrs 15-9 og er hann því Deildarmeistarinn 2016.

Fellibylurinn Fjalarr
Fellibylurinn Fjalarr
"Gríski guðinn"
„Gríski guðinn“
"Kokkurinn" Arnór Gauti
„Kokkurinn“ Arnór Gauti

Eftir harða umspilskeppni hafnaði „Kokkurinn“ Arnór Gauti í þriðja sæti. Nú fer að líða að undankeppni Íslandsmótsins 2016. Undankeppnin fer fram 30.maí í Hörpunni. Úrslitakeppni Íslandsmótsins 2016 mun síðan fara fram 3.-4. júní, í húsnæði Skáksambands Íslands, Faxafeni 12. Þegar hafa 6 keppendur tryggt sér farseðilinn í úrslitakeppnina. Í undankeppninni eru sex sæti í boði í úrslitin, en alls munu 12 keppendur etja kappi fyrstu helgina í júní-mánuði um Íslandsmeistaratitilinn 2016. Núverandi Íslandsmeistari er Róbert Lagerman.

Róbert Lagerman Íslandsmeistari
Róbert Lagerman Íslandsmeistari

Fréttaþjónusta Kotrusambandsins mun verða með ýtarlega umfjöllun um Íslandsmótið. Svo fylgist grannt með öllum tilkynningum Kotrusambandsins á næstu dögum.