Fjalarr bikarmeistari 2014

Fjalarr bikarmeistari 2014

887
Deila

Bikarmeistari Kotrusambands Íslands 2014 er Fjalarr Páll Mánason. Á meðan óveðrið sópaði öllu lauslegu í gærkveldi, kom Fjalarr eins og stormsveipur á Rio-Sportbar og sópaði öllum keppendum út úr Bikarkeppninni, nánast fyrirhafnarlaust. Keppt var eftir útsláttarfyrirkomulagi, og þegar storminum lægði loks, stóð Fjalarr einn uppi,  aðrir keppendur lágu illa særðir eftir Fellibylinn Fjalarr. Fjalarr tryggði sér með sigrinum, sæti í A-úrslitum Íslandsmótsins næsta vor. Til hamingju Fjalarr. Forseti Kotrusambandsins Íslands, Bjarni Freyr Kristjánsson, átti síðan mikinn hitafund, í gegnum Skype og undir úlpu, með Kotrusambandi Evrópu, en hann er þar í stjórn, eins myndir bera með sér, fréttir af þeim fundi munu koma fyrir jól.

 

 

 

IMG_4501 IMG_4502 IMG_4504 IMG_4505