„FELLIBYLURINN“ vaknaður

„FELLIBYLURINN“ vaknaður

1256
Deila
Fellibylurinn Fjalarr

Fjalarr Páll Mánason, oftast kallaður „Fellibylurinn“ hefur lítið haft sig frammi á undanförnum Kotrumótum. En það breyttist á fyrsta Carlsberg-móti vetrarins. Mótið var haldið á RIO-sportbar í gærdag, og var léttleikinn í fyrirrúmi. Þrír spilarar komu jafnir í mark, Adonis, geðþekki Grikkinn, sem er búinn að vera Íslendingur í tugi ára, DON the King, öðru nafni Róbert og svo Fjalarr. En þá fór Fellibylurinn á stig fimm, og feykti öllu sem fyrir varð í playoff keppninni. Kotrusambandið óskar Fjalarr til hamingju. Carlsberg mótin munu ávallt vera fyrsta laugardag hvers mánaðar í vetur.