Fellibylurinn óstöðvandi.

Fellibylurinn óstöðvandi.

718
Deila

Fellibylurinn Fjalarr er óstöðvandi um þessar mundir á kotruvellinum. Í gær var haldið Carlsberg-mótið, Fellibylurinn vanna alla sína andstæðinga, líkt og hann gerði á bikarmótinu um daginn. Notarleg jólastemmning myndaðist á RIO-sportbar í gær, en Carlsberg-mótin, sem haldin eru mánaðarlega, eru með léttara yfirbragði, og tilvalin fyrir nýliða. Carlsberg-meistarinn hafði þetta að segja i í stuttu viðtali við blaðamann Kotrusambandsins eftir mót „þú ert aldrei öruggur með sigur í kotru, en í dag féllu öll vafaatriði mér í hag“ RIO og Carlsberg styrktu mótið myndarlega með kassa af jólabjór, og afhenti Margrét Margeirsdóttir aðaleigandi RIO-sportbar verðlaunin. Kotrusamband Íslands hvetur alla kotru-unnendur að kíkja á RIO-sportbar á mánudögum og kynna sér ævintýraheim kotrunnar, eitt er víst að það verður tekið vel á móti ykkur. Gleðileg Jól.

IMG_4556 IMG_4557 IMG_4562