“Fellibylurinn Fjalarr” í úrslit Íslandsmótsins 2016

“Fellibylurinn Fjalarr” í úrslit Íslandsmótsins 2016

2464
Deila
Fjalarr Páll Mánason Player

Fellibylurinn Fjalarr minnti rækilega á sig á seinna “Satellite” kotrumótinu, sem haldið var í gærkvöldi á B-47 hostel. Mótið gaf tvö sæti á lokamót Íslandsmótsins 2016, en þar munu tólf keppendur heyja baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn 2016. Fjalarr Páll Mánason sigraði á mótinu í gærkvöldi og annar var Gunnar Birnir Jónsson.

Mótstaflan
Mótstaflan

Gunnar hefur reyndar tryggt sig áfram, og ekki bara einu sinni heldur þrisvar sinnum, svo Gunnar Birnir ætti að vera nokkuð öruggur um sæti í lokaúrslitum Íslandsmótsins. Þeir sem eru öruggir áfram eru eftirtaldir: Róbert Lagerman sem Íslandsmeistari

Róbert Lagerman Íslandsmeistari
Róbert Lagerman Íslandsmeistari

Gunnar Birnir Jónsson sem Bikarmeistari

Gunnar Birnir Bikarmeistari
Gunnar Birnir Bikarmeistari

Fjalarr Páll Mánason sem “Satellite-meistari”

Fjalarr Páll Satellite-meistari
Fjalarr Páll Satellite-meistari

Hafliði Kristjánsson sem “Satellite runner-up”

Hafliði Kristjánsson, kominn í úrslit Íslandsmótsins 2016
Hafliði Kristjánsson, kominn í úrslit Íslandsmótsins 2016

Og Stefán Freyr Guðmundsson sem “Second chance winner í bikarmótinu”

Stefán Freyr Guðmundsson "runner up"
Stefán Freyr Guðmundsson “runner up”

Sá sem verður “Deildarmeistari” 2016 mun einnig tryggja sér beint áfram á Íslandsmótið. Svo enn eru þá eftir sex sæti á úrslit Íslandsmótsins 2016. Haldin verður sérstök forkeppni Íslandsmótsins í lok maí-mánaðar þar sem keppt verður um lokasætin á Íslandsmótinu. Mun Kotrusambandið auglýsa stað og stund þegar nær dregur að forkeppninni. Lokaúrslit Íslandsmótsins munu fara fram helgina 3-5. júní-mánaðar í húsnæði Skáksambands Íslands Faxafeni 12. Á döfinni er stórskemmtilegt mót svokallað “Stofu-Kotra” en þetta er mót á léttu nótunum sem haldið er á Stofunni kaffihús Vesturgata 3, auglýsing um mótið mun birtast á allra næstu dögum. Svo í byrjun maí-mánaðar mun “Viking-Kotra” vera sínum stað. Kotrusamband Íslands óskar landsmönnum Gleðilegs sumars og við þökkum fyrir frábæran Kotruvetur, njótið lífsins ávallt.

Gleðilegt sumar.
Gleðilegt sumar.