Evrópumótið í kotru 2014 hafið

Evrópumótið í kotru 2014 hafið

593
Deila

Þá er Evrópumótið í kotru 2014 hafið.

Spilað er á afar glæsilegu hóteli Valamar Lacroma. Aðstæður þar eru til fyrirmyndar.

Dubrovnik er virkilega glæsileg og rómantísk borg, jafnvel fegursta borg Evrópu.

Íslendingar hófu frumraun sína á Evrópumótinu glæsilega með jafntefli 2-2 við Grikki. En kotra mun vera þjóðaríþrótt Grikkja, eða eins og landliðseinvaldur kotrulandsliðsins, Stefán Freyr Guðmundsson, orðaði það svo skemmtilega þegar úrslitin lágu fyrir, strákar nú er ég stoltur af ykkur „Grikkir fundu upp spilið en við vorum að læra það í gær“

Nú stendur yfir viðureign við Ungverjaland, eða Magyar eins landið heitir á frummáli Ungverja. Við bíðum spennt eftir lokatölum. Fréttaritari Kotrusambandsins mun flytja ykkur fréttir í morgunsárið, knús frá Króatíu 🙂