EM: Ísland komið í undanúrslit

EM: Ísland komið í undanúrslit

1215
Deila
Icelandic national team

Stefán Freyr tryggði sigurinn gegn Tyrkjum

Stefán Freyr Guðmundsson vann í kvöld Tyrkjann Cunyet Arcun Cenc í leik Tyrkja og Íslendinga í evrópumótinu í netkotru. Áður höfðu þeir Hallur Jón Bluhme Sævarsson og Ingi Tandri Traustason unnið sína leiki. Staðan er 3-0 og Ísland komið áfram í næstu umferð. Fyrirkomulag mótsins er þannig að lið detta úr leik við þriðja tap. Að þessari umferð lokinni munu standa eftir þrjú lið. Króatar leiða gegn Austurríki 2-1 og Pólverjar eru yfir gegn Bretum, einnig 2-1. Guðmundur Gestur Sveinsson og Fjalarr Páll Mánason eiga eftir sína leiki gegn Tyrkjum og munu vafalítið nota þá til að hita sig upp fyrir næstu umferð. ÁFRAM ÍSLAND!

Landsliðshópurinn í Helsingör