„EINVALDURINN“ sigraði

„EINVALDURINN“ sigraði

1081
Deila
Gísl Hrafnkelsson
Gísli Janúarmeistari "Hlemmur Square-mótaraðarinnar"

Lokakotrumótið á RIO-sportbar fór fram í gærkvöld. En í sumar mun RIO breytast í Hótel. Stjórn Kotrusambandsins mun nota sumarið í leit að nýjum „heimavelli“ kotrunnar.  Lokamótið var vel mannað, nýliðar í bland við reynslubolta. Einn slíkur bolti sjálfur „Einvaldurinn“ Gísli Hrafnkelsson sigraði á mótinu, eftir mikla spennu og dramatík í lokin. „Forsetinn“ Bjarni Freyr Kristjánsson og „DON“ Róbert Lagerman, deildu með sér öðru sætinu bróðurlega. RIO-sportbar var hvatt með virtum undir lok miðnættis með skál og kveðjusöng. Kotrusambandið mun gefa út fréttatilkynningu á fréttamannafundi, um opnun nýs heimavallar í sumar. Á döfinni er þetta helst: „STOFU-KOTRA“ verður um miðjan maí-mánuð, tilkynning verður á allra næstu dögum, mótið fer fram á Stofunni kaffihús, Vesturgötu3. Undanrásir Íslandsmótsins fara fram 30. maí eða 31.maí, mótið verður í HÖRPUNNI, en þar eru sex sæti laus fyrir úrslit Íslandsmótsins, staðfest dagsetning mun birtast mjög fljótlega. Úrslit Íslandsmótsins munu fara fram 3.-4. júní í Faxafeni 12 (húsnæði Skáksambands Íslands) Nákvæm tímasetning kemur fljótlega á vefinn, en tólf keppendur munu berjast í úrslitum Íslandsmótsins 2016. Núverandi Íslandsmeistari er Róbert Lagerman.

Róbert Lagerman Íslandsmeistari
Róbert Lagerman Íslandsmeistari

Einnig er á dagskránni „Sumar-kotra“ og að sjálfsögðu mun fréttaritari K.Í. tilkynna um það seinna í sumar. Svo fylgist endilega grannt með gangi mála bæði hér á heimasíðunni www.kotra.is og einnig á facebook sambandsins. Að lokum þetta, takk RIO-sportbar fyrir yndisleg tvö ár, við munum sakna þín með tár í augum og harm í hjarta.

Rio-sportbar
Rio-sportbar