Einvaldurinn óstöðvandi

Einvaldurinn óstöðvandi

709
Deila
Stefán Freyr Guðmundsson "runner up"

Backgammon
Stefán Freyr Guðmundsson landsliðseinvaldur Kotrusambandsins fer mikinn þessa daganna á kotruvellinum. Hann trónir í efsta sæti stigalista Kotrusambandsins, og svo sigraði hann á síðasta Monday-Rio næsta örugglega.

Stefán er reyndar búinn að tryggja sér farseðil í a-úrslit Íslandsmótsins sem haldið verður í byrjun júní-mánaðar.

Gísli Hrafnkelsson tryggði sér sjöunda sætið í a-úrslitum en hann tapaði fyrir Stefáni í úrslitum Monday-Rio.

Þeir sem komnir eru áfram í a-úrslitin eru eftirtaldir,

  • Róbert
  • Stefán
  • Ingi Tandri
  • Guðmundur Sveins
  • Fjalarr Páll
  • Arnór Gauti
  • Gísli

Enn er eitt sæti laust í a-úrslitum Íslandsmótsins, spilað verður um það annan mánudag maí-mánaðar, en þá verður síðasta Monday-Rio mótið.