Ein­vígið stóð í fjór­ar klukku­stund­ir

Ein­vígið stóð í fjór­ar klukku­stund­ir

2264
Deila

Ró­bert Lag­erman er Íslands­meist­ari í kotru árið 2015 sem fór fram í ráðhúsi Reykja­vík­ur um helg­ina. Alls voru um 40 þátt­tak­end­ur á mót­inu. Fyrst voru spilaðar und­an­rás­ir, og svo tók við út­sláttar­fyr­ir­komu­lag. Að lok­um spiluðu þeir Daní­el Már Sig­urðsson og Ró­bert til úr­slita um Íslands­meist­ara­titil­inn. Leik­ur­inn tók hvorki meira né minna en fjór­ar klukku­stund­ir og endaði með því að Ró­bert vann nokkuð ör­ugg­an sig­ur, 21-14.

IMG_4924

„Mik­il­væg­ast er að halda ein­beitn­ingu all­an tím­ann og vera þol­in­móður, þessi tvö atriði skiluðu mér titl­in­um fyrst og fremst,“ seg­ir Ró­bert. „Að sjálf­sögðu var ég með tækniæf­ing­ar fyr­ir ein­vígið og góðan sál­fræðiund­ir­bún­ing. Einnig lagði ég áherslu á lík­am­leg­an und­ir­bún­ing.“

Ró­bert seg­ir að kotra, sem hann seg­ir ævi­fornt spil, sé í mik­illi sókn á Íslandi sem og víðar um heim.

Fólki sem hef­ur áhuga að kynna sér töfra­heim kotrunn­ar, er bent á heimasíðu Kotru­sam­bands­ins,  www.kotra.is.

backgammon