„DON ROBERTO“ ágúst-meistarinn á Hlemmur Square.

„DON ROBERTO“ ágúst-meistarinn á Hlemmur Square.

887
Deila
Don Roberto ágústmeistarinn á Hlemmur Square.

Róbert Lagerman sigraði mjög örugglega á ágústkotru á Hlemmur Square. Þetta var síðasta mótið í núverandi mynd á Hlemmur Square. Mótaserían mun fara í endurskoðun og endurbætur fyrir næsta vetur. Við munum að sjálfsögðu tilkynna nýja mótaseríu á Hlemmur Square ásamt glænýrri mótadagskrá fyrir veturinn, en nú situr mótanefnd K.Í. sveitt við að hanna nýja mótadagskrá fyrir tímabilið 2018-2019. Fylgist vel með fréttaflutningi, svo þið missið ekki af neinu. Kotrusambandið óskar Don Roberto til hamingju með Hlemmur Square sigurinn.