Deildin

Deildin

704
Deila

Það styttist í að Deildin hefjist, sem er kotrumót ólíkt öllum öðrum sem haldin hafa verið á Íslandi. Fyrirkomulagið er deildakeppni, alla við alla, og leikið upp í 21. Það þýðir að einungis er um einn til tvo leiki að ræða á kvöldi. Leikið verður 2-3 mánudaga í mánuði. Þar sem mótið nær líklega fram í febrúar hafa keppendur nokkurn slaka og mega fresta leik tvisvar.

Keppnisgjald er 6.000 krónur og þar af fara 5.000 í verðlaunafé sem skiptist á efstu 2-3 sætin, eftir fjölda.

Skráning er hér: https://docs.google.com/spreadsheets/d/1Xzp11QKgmTWTxYgD1Jdp8khjp-RDiNZC6trhWDwegws/edit?usp=sharing

Fyrsta umferð fer fram mánudaginn 24. nóvember klukkan 18:00 á RIO-sportbar, Hverfisgötu 46.