Deildin hefst á mánudaginn! Dregið í riðla í ráðhúsinu

Deildin hefst á mánudaginn! Dregið í riðla í ráðhúsinu

2734
Deila

Í dag fór fram í ráðhúsi Reykjavíkur úrslitaleikur íslandsmótsins í kotru. Þar vann Róbert Lagerman Daníel Már Sigurðsson í hörkuleik. Fyrir leikinn var dregið í riðla fyrir deildina sem er sennilega næst stærsti viðburður kotruársins á Íslandi á eftir sjálfu íslandsmótinu. 18 keppendur eru skráðir til leiks og verða riðlarnir tveir. Í fyrra tóku 17 keppendur þátt. þá varð sigurvegari Guðmundur Gestur Sveinsson, Ingi Tandri Traustason varð annar og Gísli Hrafnkelsson þriðji. Þeir taka allir þátt núna ásamt mörgum fleiri fallbyssum úr kotruheiminum og má þar nefna nýkrýndann íslandsmeistarann, Róbert og silfurhafann Daníel Már. Deildin markar upphaf keppnistímabilsins 2015-2016.

Stund milli stríða. Sigurvegari deildarinnar 2014-2015, Guðmundur Gestur Sveinsson spilar líka borðtennis. Hér á hann í höggi við annan keppenda í deildinni, íslandsmeistarann síðan 2013, Fjalarr Pál Mánason. Myndin er tekin í Búdapest þegar landsliðið var á þar á ferð í september síðastliðnum.
Stund milli stríða. Sigurvegari deildarinnar 2014-2015, Guðmundur Gestur Sveinsson spilar líka borðtennis. Hér á hann í höggi við annan keppenda í deildinni, íslandsmeistarann síðan 2013, Fjalarr Pál Mánason. Myndin er tekin í Búdapest þegar landsliðið var á þar á ferð í september síðastliðnum.

Drátturinn fór fram í vitna viðurvist í Ráðhúsinu og hér eru riðlarnir

A-Riðill:

 1. Guðmundur Gestur Sveinsson
 2. Róbert Lagerman
 3. Ingi Tandri Traustason
 4. Fjalarr Páll Mánason
 5. Kjartan Ingvarsson
 6. Kjartan Ásmundsson
 7. Gunnar Birnir Jónsson
 8. Bjarni Freyr Kristjánsson
 9. Hafþór Sigmundsson
Í æfingu. Daníel Freyr Sigurðsson og Róbert Lagermann spiluðu í dag úrslitaleikinn á íslandsmótinu. Þeir mæta til leiks í deildinni í frábæru formi
Í æfingu. Daníel Freyr Sigurðsson og Róbert Lagermann spiluðu í dag úrslitaleikinn á íslandsmótinu. Þeir mæta til leiks í deildinni í frábæru formi
Slakað í sundi. Hafþór er í A-riðlinum. Hann var mjög óheppinn í undanúrslitaleik árið 2014. Haffi er til alls líklegur.
Slakað í sundi. Hafþór er í A-riðlinum. Hann var mjög óheppinn í undanúrslitaleik árið 2014. Haffi er til alls líklegur.

B Riðill:

 1. Hrannar Jónsson
 2. Gísli Hrafnkelsson
 3. Daníel Már Sigurðsson
 4. Arnór Gauti Helgason
 5. Brynjólfur Jósteinsson
 6. Jóhann Jóhannsson
 7. Björn Friðgeir Björnsson
 8. Adonis Karaolanis
 9. Hafliði Kristjánsson

Þessi gífurlega sterki keppendalisti sýnir vel breiddina í íslenskri Kotru. Þarna vantar marga sterka spilara, til að mynda stigahæsta spilara landsins, Stefán Frey Guðmundsson sem og manninn sem leiddi landslið Íslands á EM í Búdapest, Hall Jón Bluhme Sævarsson. Kotrusambandið óskar þátttakendum góðs gengis í mótinu.

Þeir sem urðu í öðru og þriðja sæti í fyrra, Gísli Hrafnkelsson og Ingi Tandri Traustason. Myndin er tekin fyrir úrslitaleik íslandsmótsins 2014 sem Ingi vann. Gísli varð íslandsmeistari 2011.
Þeir sem urðu í öðru og þriðja sæti í fyrra, Gísli Hrafnkelsson og Ingi Tandri Traustason. Myndin er tekin fyrir úrslitaleik íslandsmótsins 2014 sem Ingi vann. Gísli varð íslandsmeistari 2011.