Deildin hefst 1. desember!

Deildin hefst 1. desember!

919
Deila
"FINAL FOUR" 2017

Eitt stærsta mót hvers tímabils hjá Kotrusambandinu er „Deildin“ Í ár hefjast leikar 1. desember næstkomandi. Nákvæm ákvörðun um fyrirkomulag liggur ekki fyrir og mun að einhverju leyti ráðast af fjölda þátttakenda. Þó liggur fyrir að leikið verður upp í 13. Þátttökugjöld eru 10000 krónur og renna 80% þátttökugjalda í verðlaunasjóð. Endilega sendu póst á kotrusamband@gmail.com til að skrá þig. Núverandi Deildarmeistari er Fjalarr Páll Mánason.