DEILDIN „FINAL FOUR“ 2017

DEILDIN „FINAL FOUR“ 2017

1911
Deila
"FINAL FOUR" 2017

„FINAL FOUR“ í Deildinni 2017 fer fram á Hlemmur Square, sunnudaginn 29.október nk. Spilamennskan hefst kl. 16.00. Svo það stefnir í mjög spennandi helgi framundan, en eins og allir vita flykkjast landsmenn á kjörstað laugardaginn 28.október…. og hvað þá betra en að enda kosningahelgina á kotru á Hlemmur Square. Áhorfendur eru velkomnir og um að gera að taka kotrusettið með á sunnudaginn… kíkja á strákana í „Final Four“ og jafnvel taka í leik. Sérstakt tilboð verða á sérvöldum veitingum allan sunnudaginn á Hlemmur Square. Þeir sem spila saman í „Final Four“ eru annarsvegar Jóhannes Jónsson vs. Kjartan Ingvarsson og hins vegar Gunnar Birnir Jónsson vs. Róbert Lagerman. Sigurvegarnir fara í úrslitaleikinn og þeir sem tapa fara í bronsleikinn. Stanslaus Kotra fram eftir nóttu á Hlemmur Square sunnudaginn 29.október nk.

Jóhannes Jónsson
Kjartan Ingvarsson
Gunnar Birnir Jónsson
Róbert Lagerman