„DEILDIN 2018“

„DEILDIN 2018“

1530
Deila
"DEILDIN 2018"

„Deildin 2018“ hófst s.l. mánudag. Keppendur eru 15 í ár, og er þeim skipt upp í 3 riðla. Dregið var í riðlana rétt fyrir keppni og líta þeir svona út…..

A-riðill 1. Gísli Hrafnkelsson 2.Hafliði Kristjánsson 3.Hafþór Sigmundsson 4. Ingi Tandri Traustason 5.Fjalarr Páll Mánason B-riðill 1. Arnór Gauti Helgason 2. Gunnar Birnir Jónsson 3.Adonis Karaolanis 4.Kjartan Ingvarsson 5. Bjarni Freyr Kristjánsson C-riðill 1.Róbert Lagerman 2. Kjartan Ásmundarson 3. Guðmundur Gestur Sveinsson 4. Frederikke Bang 5. Jón Vilberg Georgsson. Í fyrstu umferð urðu úrslit eftirfarandi…. A-riðill Gísli 13-Ingi 6, Hafliði 13-Fjalarr 10 B-riðill Arnór 13-Kjartan I. 4, Gunnar 13- Bjarni 9 C-riðill Róbert 13- Frederikke 11, Kjartan Á. 13- Jón 6. Úrslit verða uppfærð reglulega og birt á facebook-síðu Kotrusambandsins.

Næsta umferð fer fram á morgun 12. febrúar kl. 18.00 á Hlemmur Square.

Núverandi Deildarmeistari er Róbert Lagerman.

Róbert Lagerman Deildarmeistarinn 2017

Mótsreglur fyrir „Deildin 2018“ má sjá hér fyrir neðan….

Fjórir keppendur komast upp úr hverjum riðli í 2 sex manna milliriðla.
1. sæti má velja hvort 3. eða 4. sæti fylgi með í milliriðil. Innbyrðis úrslitin milli þeirra sem fara saman í milliriðil fylgir þeim þangað.
Í milliriðli A fara 1. sæti úr riðlunum þremur  og 2. sæti  úr riðlunum þremur fara saman í milliriðil B. Aðrir keppendur í milliriðil A fer eftir vali sigurvegara í upphafsriðlunum og hinir 3 sem ekki voru valdir fara í milliriðil B.

Í milliriðlum komast 4 áfram úr hvorum riðli. 3-4 sæti úr hvorum riðli spila í kross um rétt til að spila á móti þeim sem eru í öðru sæti (þ.e. A2 spilar á móti sigurvegara B3 og A4).
Sigurvegarar þeirra leikja fara þá í undanúrslit og mæta þar þeim sem voru í 1. sæti í milliriðlunum (A1 spilar á móti sigurvegara í leiknum sem B2 spilar).
Þegar komið er í útslátt er leikið upp í 15 og úrslitaleikur er upp í 21.
Séu tveir eða fleiri jafnir í riðlum er spilað umspil upp í 7 til að skera úr um sæti.
Verðlaun eru fyrir fyrstu 3 sætin og skiptast þannig: 50%, 30% og 20%.