Deildarkeppnin 2015-16

Deildarkeppnin 2015-16

1315
Deila

Deildarkeppni Kotrusambandsins

Nú fer að líða að því að leikar hefjist í kotrudeildinni að nýju. Deildarkeppnin var haldin í fyrsta skipti í fyrra vetur og er stefnt að því að hún verði árlegur viðburður. Gerðar verða smá breytingar á fyrirkomulagi keppninnar í ár að því leiti að spilað verður í riðlum. Átta efstu komast svo áfram í úrslitariðil þar sem spilað er til úrslita. Er þetta gert til að fækka marklausum leikjum.

Fyrirkomulagið er því sem hér segir:

 • Keppendum er skipt í tvo riðla
  • Stig verða notuð þegar dregið er í riðla þannig að styrkleiki riðlanna sé sem jafnastur
 • Spilaðir eru leikir upp í 21
 • 4 efstu úr hvorum riðli fara áfram í úrslitariðil og taka með sér innbyrðis viðureignir
 • Séu keppendur jafnir að stigum eru spilaðir leikir upp í 7 til að skera úr um röðun
 • Mótið hefst í annarri viku október (dagsetning auglýst síðar) og stefnt er að því að því ljúki í janúar
 • Spilað er á mánudögum klukkan 18 á Ríó Sport bar
  • Mótshaldara er heimilt að breyta spilatíma og stað síðar, enda hafi öllum keppendum verið tilkynnt það með góðum fyrirvara.
 • Þáttökugjald er 10000 kr þar sem 8000 kr fara í verðlaunafé.
  • Efstu 3 sæti skipta verðlaunum á milli sín 50% 35% 15%
 • Mótið gefur eitt sæti á lokamóti Íslandsmótsins næsta vor
  • Sá keppandi sem er efstur í deildinni (þó ekki neðar en 6. sæti) og hefur ekki tryggt sig inn á lokamótið með öðrum leiðum fær sætið.

Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að tilkynna þáttöku með því að senda póst á gunnarbj@gmail.com. Skráningu lýkur 9. október.

untitled 2