Blindur spilar kotru

Blindur spilar kotru

1578
Deila

Lokadagur EM 2015 í Budapest er í dag. Sjöunda og síðasta umferðin er rétt nýhafin. Við spilum við Norðmenn, og allt er í járnum á öllum borðum í augnablikinu, sigur myndi gefa Íslenska liðinu mjög gott sæti í mótinu svo nú krossum við alla fingur og allar tær 🙂 og sendum strákunum okkar baráttukveðjur. Athygli hefur vakið spilari frá Bretlandi , Chan Yan Kit, en hann er blindur. Hann spilaði í gærkvöldi við Hall Jon Bluhme Sævarsson, fyrsta borðs mann Íslenska liðsins. Hörkuleikur sem endaði með sigri okkar manns eftir 4 tíma spilamennsku. Hallur hældi Chan mikið fyrir góða spilamennsku. Hann er alveg ótrúlegur vinur okkar hann IMG_4836Chan, magnað hvernig hann fer að muna alla möguleika á kotruborðinu, og telja þeir möguleikar í stjarnfræðilegum tölum. Við tökum hattinn okkar ofan fyrir Chan, hann hefur sýnt það að kotra er fyrir alla. Stuðkveðjur frá Budapest og áfram ÍSLAND.