Backgammon í Laugardalshöll.

Backgammon í Laugardalshöll.

1385
Deila

Samhliða Evrópumótinu í skák í Laugardalshöll, skipulagði Kotrusamband Íslands alþjóðlega backgammonveislu. Mótið fór fram á frídegi skákmótsins þann 18.nóvember. Sextán keppendur mættu til leiks. Engu minni spenna var á backgammon-mótinu en á sjálfu skákmótinu. Keppt var eftir útsláttarfyrirkomulagi, og í úrslitum mættust Fjalarr Páll Mánason og Gísli Hrafnkelsson. Þar hafði Fjalarr sigur. Gunnar Birnir Jónsson sigraði síðan Hafþór Sigmundsson í úrslitum second chance tournament, en í það mót fóru keppendur sem tapað höfðu einum leik. Kjartan Ásmundarson lagði Róbert Lagerman, í úrslitum jackpotsmóts, sem haldið var fyrir keppendur sem tapað höfðu tveimur leikjum. Alþjóðlega backgammon-veislan, þótti takast mjög vel í alla staði. Næsta alþjóða-backgammonmót Kotrusambandsins, mun verða í Hörpunni í marsmánuði 2016.