Arnór Gauti sigraði á Hlemmur Square

Arnór Gauti sigraði á Hlemmur Square

1494
Deila
Hlemmur Square mótaröðin í kotru.

Arnór Gauti Helgason, oft nefndur „LE CHEF“ enda frábær kokkur, kom sá og sigraði á Hlemmur Square mótaröðinni sl. sunnudag. Mótið var hið þriðja í röðinni á Hlemmur Square, en þessi mót munu vera mánaðarlega í allan vetur. Stefnt er að því að þau fari fram annan sunnudag hvers mánaðar, og ætti spilamennska að hefjast ávallt kl. 16.00. Mótaröðin mun vera með fjölbreyttu sniði í vetur, en sl. sunnudag voru spilaðar 5 umferðir eftir „monrad-kerfinu“ (þ.e. þeir sem eru með jafnmarga vinninga spila saman)

„LE CHEF“ Arnór Gauti Hrelgason, Hlemmur Square meistari.

„LE CHEF“ vann allar sínar viðureignir síðasta sunnudag, Jóhannes Jónsson var í öðru sæti og Gunnar Birnir Jónsson í því þriðja. Hlemmur Square mun ávallt gefa vinninga fyrir 3 efstu sæti auk verðlaunapening fyrir sigurvegarann. Frír aðgangseyrir verður á Hlemmur Square mótaröðina í allan vetur. Nú er í smíðum litrík og glæsileg mótadagskrá Kotrusamband Íslands.

Mótaáætlun mun birtast í byrjun desember.

Mun hún birtast fullmótuð í byrjun desember-mánaðar. Svo fylgist vel með og við lofum flottum kotru-vetri.