Arnór Gauti kom sá og sigraði á Monday-Rio

Arnór Gauti kom sá og sigraði á Monday-Rio

826
Deila

backgammon  riodice

Mánudags-RIO var gífurlega vel mannað í gærkveldi. Spilað var eftir double-elimination, losers bracket kerfinu, en það virkar þannig að ef keppandi tapar tvisvar þá er hann úr leik. Spilaðir voru leikir upp í sjö stig, og fimm stig eftir eitt tap á bakinu.

Tíu þátttakendur voru skráðir til leiks, en aðeins einn stóð uppi sem sigurvegari, eftir mjög skemmtilegan úrslitaleik við Gunnar Birnir Jónsson, var Arnór Gauti ósigraður. Arnór er því kominn í a-úrslit Íslandsmótsins í kotru.

Þeir sem eru búnir að tryggja sig í a-úrslit auk Arnórs eru :

  • Róbert Lagerman
  • Fjalarr Páll Mánason
  • Guðmundur Gestur Sveinsson
  • Íslandsmeistarinn Ingi Tandri Traustason

Enn eru þrjú laus sæti í a-úrslitum Íslandsmótsins, sem háð verður í byrjun júnímánaðar nk.

Blaðamaður Kotrusambandsins leit við í gærkveldi og sá alla snilldina sem var á boðstólnum á Monday-Rio. Hann tók sérstaklega eftir miklu öryggi í spilamennsku Arnórs, og lék að sjálfsögðu forvitni á hvar Arnór hefði náð svo góðum tökum á spilinu.

Arnór tjáði blaðamanni Kotrusambandsins að hann hefði lært spilið ungur að árum, og svo seinna á lífsleiðinni, þegar leið hans lá til Danmörku hefði hann notið leiðsagnar dansks atvinnumanns í kotru. Kotra nýtur gífurlegrar vinsældar í Danmörku, og má segja að Danmörk sé mekka kotrunnar í dag. Danir eru til að mynda Evrópumeistarar í kotru.

Spilið á sér reyndar 5000 ára gamla sögu og nýtur kotran mikilla vinsælda í miðjarðarhafslöndunum og einnig í U.S.A.

Kotrusambandið hvetur alla landsmenn að kynna sér töfra kotrunnar. Regluleg mót eru á RIO-sportbar, og má nálgast tilkynnar um alla viðburði kotrusambandsins á www.kotra.is og einnig á facebooksíðu sambandsins