Arnór Gauti Helgason

Arnór Gauti Helgason

1314
Deila
Arnór Gauti landsliðsmaður í kotru.

Jæja. þá hefst loksins létt kynning á Landsliðshóp Íslands 2016. Landsliðið í kotru mun spila á lokamótinu í Evrópukeppninni í Danmörku 20.-23. október nk. Fyrstur á vaðið ríður Arnór Gauti Helgason. Arnór er betur þekktur sem „KOKKURINN“ í kotruheiminum enda útlærður atvinnumatreiðslumaður. Arnór er í sambúð með Möggu sinni og eiga þau saman glás af börnum, eða sex stykki á aldrinum 0-17 ára, já þið lásuð þetta alveg rétt, eitt alveg glænýtt úr ofninum 🙂 „KOKKURINN“ lærði kotru í Danmörku, hvar annars staðar, í kringum aldamótin síðustu. Hann hefur það m.a. á ferilskránni að hafa spilað við Gus Hansen í dönsku kotrudeildinni, en Gus er einn af frægustu kotru-spilurum í þessum heimi. Arnór segist fyrst núna, undanfarin 4 ár eða svo,  vera nálgast kotru á fagmannlegum nótum. Hann nýtur sér m.a. tölvuforitið eXtreme Gammon til frekari afreka á kotruvellinum ásamt því að spila á alnetinu og á öllum mótum á vegum Kotrusambands Íslands. „KOKKURINN“ hefur mörg áhugamál, hann er liðtækur skákmaður, og svo er kappinn einn af betri borðtennisspilurum landsins, enda hefur hann mundað borðtennisspaðann undanfarin 30 ár eða svo. Arnór telur lykilatriði að góð samstaða og góður liðsandi sé innan landsliðshópsins, það muni fleyta okkur langt í Evrópukeppninni. „KOKKURINN“ hvetur alla áhugasama að kynna sér töfraheim kotrunnar, enda segir Arnór þetta að lokum „KOTRA ER KÚL!!“ 🙂

Arnór Gauto Helgason