Arnór Gauti Helgason „HÖRPUMEISTARINN“ 2018

Arnór Gauti Helgason „HÖRPUMEISTARINN“ 2018

1712
Deila
Gunnar Björnsson forseti Skáksambands Íslands opnar "Harpa Backgammon International" með því að leika fyrsta leikinn og með "hópklessu"

„Harpa International Backgammon“ er orðinn fastur liður á „special events“ dagskránni á Reykjarvíkur-skákmótunum. Þetta mun vera fjórða árið í röð sem haldið kotrumót meðfram Reykjarvíkurskákmótinu. Í gærkvöldi mættu 14 spilarar til leiks á kotrumótið, þar af nokkrir úr skákmótinu sjálfu og einnig var fulltrúi Íslensku Sinfóníunnar. „Le Chef“ eins og Arnór Gauti er jafnan kallaður sigraði Hrannar Jónsson eftir æsispennandi úrslitaleik. Gísli Hrafnkelsson og Kjartan Ingvarsson deildu svo með sér vinningnum í „second chance“ mótinu. Gunnar Björnsson forseti Skáksambands Íslands lék fyrsta leikinn í viðureign Evrópumeistaranna Inga Tandra Traustasyni og Róbert Lagerman. Mun þetta vera í fyrsta skipti sem þessi hefð er notuð í kotru, en eins og alkunna er þá er það rík hefð í skákinni, að einhver sem ekki teflir í mótinu sjálfu, opni skákmótið með því að leika fyrsta leikinn. Meðfylgjandi myndir eru frá Fionu Steil ljósmyndara Reykjarvíkurskákmótsins.