Allt í járnum á Evrópumótinu í netkotru 2016

Allt í járnum á Evrópumótinu í netkotru 2016

1080
Deila
Icelandic national team

Íslendingar, Pólverjar og Austurríkismenn heyja nú hatramma baráttu um Evróputitilinn í netkotru 2016. Upphaflega tóku rétt rúmlega tuttugu þjóðir þátt í mótinu. En nú eru aðeins eftir þrjár áðurnefndar þjóðir. Þjóðirnar spiluðu við hverja aðra úrslitamót á milli jóla og nýárs, og enn er allt í járnum, þjóðirnar unnu hver aðra. Svo nú hafa mótshaldarar stytt leikina í 9 stig (voru áður 13 stig). Fréttaritari mun færa ykkur nýjustu fréttir af mótinu um leið og þær berast í hús…. og rétt í þessu var að ljúka viðureign hjá Inga Tandra og pólverjanum Jacek, Ingi vann og er því staðan í landsleik Íslands og Póllands 1-0, en spilað er á fimm borðum. Liðin verða að hafa lokið öllum sínum leikjum fyrir 15.janúar 2017. Svo fylgjist grannt með fréttum á www.kotra.is fréttaritari K.Í. mun bera ykkur heitustu og  nýjustu fréttirnar í kotruheiminum, beint heim í stofu. Áfram ÍSLAND…….